23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 937 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Ágúst Flygenring:

Eg tek alveg í sama streng og háttv. 1. kgk þingm. enda hefir mér frá upphafi verið illa við þetta frumv. Það var ótækt í fyrstu og hefir ekkert batnað við breytingar neðri deildar. Og nú á enn að fara að krukka í það hér í deildinni. Því eins og það liggur fyrir gefur vonandi enginn atkvæði sitt með því.

Tilgangur frumv. er svo skammarlega ljótur, og blasir svo við hverjum manni, að eg þykist ekki þurfa að færa fram neinar frekari ástæður, en lýsi því yfir, að eg er alveg á móti slíkum óskapnaði sem þetta frumv er.