12.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (946)

83. mál, verslunarlöggjöf

Flutningsm. (Sigurður Stefánsson):

Eg er háttv. 5 kgk. þm. þakklátur fyrir það, hve vel hann hefir tekið í tillögu mína Sömuleiðis er eg honum þakklátur fyrir það, að hann tók ýmislegt vel fram, sem hann er færari í en eg.

Hann sagði, að auðvelt væri að fara kringum búsetulög. Þetta er alveg satt, en þó er það svo alvarlegt atriði að ekki séu stærstu verzlanir hér reknar með leppum, að það er mjög mikil ástæða til að athuga það, og það því fremur sem einnig hefir borið á því í öðrum atvinnurekstri. Er það sorglegur vottur um það, að þjóðin stendur á lágu stigi siðferðislega, og eg skal játa að það verður ekki bætt með lögunum einum, þar sem það kemur meir undir siðferðislegum þroska, en lögin geta þó stutt að því.

Eg tel mikið unnið með því að dregin séu saman í einn bálk öll verzlunarmálalöggjöf vor; er það eitt ærið verk.

Í sambandi við það sem háttv. 5. kgk. þm. sagði síðast skal þess getið, að ekki mun standa á mínu atkvæði til fjárveitingar til stjórnarinnar, til að hún geti útvegað sér aðstoð sérfróðra manna til slíkra starfa.