24.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

12. mál, vantraustsyfirlýsing og ráðherraskipti

ATKV.GR.:

Samkvæmt ósk nokkurra þingmanna (Skúla Thoroddsen, Sig. Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar, Jóns Jónssonar (1. þm. N.-MúL), Jóns Sigurðssonar og Bjarna Jónssonar), var viðhaft nafnakall um aðaltillöguna á þskj. 37, og sögðu:

Já:

Eggert Pálsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Einar Jónsson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Jónsson N. M., Jón Jónsson S.-M., Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Pétur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson.

Nei:

Björn Þorláksson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Hálfd. Guðjónsson, Magnús Blöndahl, Ólafur Briem, Sig. Gunnarsson, Þorleifur Jónsson.

Ráðherra Björn Jónsson greiddi ekki atkvæði, og var það tekið gilt af forseta. Jón Þorkelsson greiddi og ekki atkvæði, og gerði þá grein fyrir því, að hann hefði ekki fengið tækifæri til að lýsa afstöðu sinni í málinu sökum þess, að meirihl. deildarinnar hefði með atkvæðum tekið fyrir umræðurnar eftir að hann hafði beðið sér hljóðs, og jafnframt neitað um að fresta framhaldi umræðna til morguns, þótt þá væri komið að miðnætti.

Forseti tók þær ástæður ekki gildar, og taldist Jón Þorkelsson því með meiri hlutanum.

Var till. því samþ. með 16 atkv. gegn 8.

Þá var gengið til atkv. um viðaukatill. á þskj. 49. Nafnakall var viðhaft, og sögðu:

Já:

Eggert Pálsson, Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Einar Jónsson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Jónsson N.-M., Jón Jónsson S.-M. Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Sig. Sigurðsson, Pétur Jónsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson.

Nei:

Björn Þorláksson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Magnús Blöndahl, Ólafur Briem, Sig. Gunnarsson, Þorleifur Jónsson.

Ráðherra Björn Jónsson greiddi ekki atkvæði, og var það tekið gilt af forseta.

Jón Þorkelsson og Hálfdán Guðjónsson greiddu og ekki atkvæði, hinn fyrnefndi af sömu ástæðum og við aðaltillöguna, hinn síðarnefndi vegna þess, að hann áleit ekki rétt, að viðaukatillagan væri borin upp á eftir aðaltillögunni.

Hvorugar þær ástæður tók forseti gildar og töldust því Jón Þorkelsson og Hálfdán Guðjónsson með meiri hlutanum.

Viðaukatill. því samþykt með 17:7 atkv.