20.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

1. mál, stjórnarskrá Íslands

Hannes Hafstein:

Eg hefi ekki gert kröfu um að málinu verði vísað frá vegna formgalla, þó að ástæða gæti verið til þess, að svo væri gert. En það er víst, að á undanfarandi þingum hefir 26. gr. þingskapanna ætíð verið skilin svo, að frumvörp, sem fara fram á breyt­ingar á stjórnarskránni, verði sjálf að nefna sig »frumvarp til stjórnarskipunarlaga«.

Eg endurtek það, sem háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) sagði, að von væri á öðru frv. um breytingu á stjórnarskránni, mjög bráðlega, sem ekki er meint sem sýnibragð eða »réttarkröfu-prógram«, heldur er í alvöru fram borið til þess að fá bætur á núverandi stjórnarskipun, eftir því sem við framast megnum.