20.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1312)

81. mál, erfðafjárskattur

Jón Magnússon:

Mér virðist ekki rétt af nefndinni í máli þessu, að hún ekki hefir haldið lágmarki arfa, er skattur skuli af greiddur. Nú er ekki tekinn skattur af minna arfi en 200 kr. Eg fyrir mitt leyti álít óþarft að taka skatt af minna en 200 kr.

Annars vil eg taka það fram, að eg er ekkert hræddur við talsvert háan erfðafjárskatt. Það er engin hindrun fyrir fjáröflun manna að jafnaði, og eg mun yfirleitt fylgja þeim, sem lengst vilja ganga í því efni.