09.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

42. mál, vitagjald

Jón Magnússon:

Eg vil aðeins fara örfáum orðum um þá brtill. nefndarinnar, að skemtiskip skuli framvegis skyld að borga vitagjald. Hingað til Reykjavíkur koma oft stór farþegaskip, sem farið hefir verið með sem skemtiskip. Eg er hræddur um að slík skemtiskip mundu hætta að koma hingað, ef brtill. yrði samþykt, og væri það til talsverðs skaða fyrir Reykjavík. Hin stærstu þessara skipa mundu þurfa að gjalda einar 10 þús. kr. alls, fyrir að liggja hér á höfninni einn dag, ef þau væri látin gjalda öll gjöld sem flutningaskip. Eg er því sannfærður um, að útlend ferðamannafélög myndu eigi framvegis senda skip sín hingað, og hygg eg því heppilegast, að láta haldast hið gamla ákvæði um undanþágu skemtiskipa frá vitagjaldi, sem öðrum gjöldum.