24.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1197 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

30. mál, laun sóknarpresta

Framsögumaður (Pétur Jónsson):

Út af því sem háttv. 1. þm. Rang. (E. P.) sagði, vil eg geta þess, að þetta er, sem sagt, ekkert kappsmál. En eg verð þó, fyrir nefndarinnar hönd, að halda fram breyt.till. Mergurinn málsins er sá, að ekki verði gerð nein fjárhagsleg breyting, hvorki til skaða prestunum, né prestlaunasjóði. Og eg þykist geta fullyrt það, eftir athugunum nefndarinnar, að ekki sé gengið á hluta prestanna, þótt breyttill. verði samþykt. Þess vegna vona eg, að svo fari, í trausti til þess, að háttv. Ed. muni ganga að henni.