04.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

28. mál, sala kirkjujarða

Jón Þorkelsson:

Eg hefði viljað skjóta því að háttv. flutningsm. (St. St.) hvort hann vildi ekki taka þetta frv. aftur. Það ætti eftir þeirri reynslu, sem fengin er, ekki að ýta undir sölu opinberra jarða, hvorki kirkjujarða né þjóðjarða. Eg skal að vísu ekki vera á móti sölu þessarar jarðar (Melgerðis), sem gefið hefir tilefni til þessa frumv. með því að mér er orðið kunnugt af orðum 1. þm. Húnv. (H. G.) að ekki er mikil hætta á ferðum, þó hún nái fram að ganga. En eg felli mig ekki við að gefin sé almenn sölulög um hjáleigur kirkjujarða. Vildi eg því stinga upp á því við hinn háttv. flutningsm., að hann bæri heldur fram sérstök heimildarlög um sölu að eins þessarar jarðar. Það er, að mér finst, athugavert að setja almenn lög um sölu á hjáleigunum, enda án efa oft skaðlegt að selja þær undan staðnum. Þó mun eg ekki gera þetta mál að kappsmáli.