07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1707)

39. mál, Hvalneskrókur

Flutningsm. (Þorleifur Jónsson); Eg hefi komið fram með frumv. þetta samkvæmt ósk kjósenda minna í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Papós, hinn núverandi viðkomustaður strandferðaskipanna þar, hefir þann galla til að bera, að sjávardýptin er ekkí nægilega mikil og skipunum því illfært þar inn. Aftur á móti geta skip legið nærri landi við Hvalneskrók, og bátalending er þar allgóð í flestum áttum, svo að líkindi eru til, að þangað mætti leita og skipa þar upp vörum, þótt eigi sé fært að hafa samband við skip úti fyrir Papós. Þetta er það, sem aðallega hefir vakað fyrir Lónmönnum. Eg skal að svo stöddu ekki fara fleiri orðum um frumv. þetta. Það hafa komið samskonar frumv. hér í hinni háttv. deild, og nefnd sett í þau. Óska eg að máli þessu verði vísað til nefndarinnar um löggilding verzlunarstaða.