22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1591 í B-deild Alþingistíðinda. (1955)

139. mál, útrýming fjárkláðans

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.):

Við héldum fund í gær um þetta mál og veltum því fyrir okkur. Varð sú niðurstaða, að ekki væri undanfæri á að halla sér að tillögum dýralæknisins. Eins og menn sjá, þá hefir orðið allmikill ágreiningur um kostnaðinn. Við höfum farið fram á, að honum væri skift til helminga milli landssjóðs og sveitasjóðanna. Að vísu er það ekki gott að íþyngja sveitasjóðunum, en hálfur kostnaður mun óvíða fara fram úr 100 kr. í einu hreppsfélagi. Frá þessu virðist mér ómögulegt að víkja. Eg víla ekki fyrir mér að segja, að það sé ábyrgðarhluti að setja sig upp á móti þessu frumvarpi.