11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1870 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

134. mál, barnafræðsla

Jón Þorkelsson:

Þessi fræðslulög 22. nóvember 1907, þetta þjóðráð háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.), sem hann á sínu máli mundi vilja kalla »landráð«, sem þau og eru af mörgum talin, ættu sennilega að afnemast eða umsteypast með öllu, og frestunin á þeim til 1914 ætti, ef til vill, að verða til að afmá allvíða fræðslusamþyktir þær, sem eru á komnar.

Út af orðum háttv. 2. þm. N.-Múl. (Jóh. Jóh.) um fjárveitingu til farskólanna, skal eg geta þess, að þeirri fjárveitingu mætti kippa burtu, þegar fjárlögin koma hingað aftur úr Ed.

Annars hirði eg ekki að vera að yrðast við háttv. 1. þm. Eyf. Hann tekur

sér nærri, að komið er við fræðslulögin, enda urðu þau til á stjórnarárum hans og hann hefir barist fyrir þeim með oddi og egg.