19.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (2264)

134. mál, barnafræðsla

Björn Kristjánsson:

Það er ekki margt, sem eg ætla að minnast á. Þó skal eg geta þess, að í mínu kjördæmi er almenn óánægja yfir fræðslulögunum. Það mun rétt vera, að það séu um 50 héruð eftir, sem ekki hafa tekið upp fræðslulögin, og verð eg að álíta, að það sé rétt að leyfa þeim að spara þennan kostnað, því þessi fræðslulög munu eiga skamman aldur; þeim mun verða breytt svo fljótt og auðið er, því fyrirkomulagið er ekki gott. Vil eg því mæla fram með frestuninni líkt og á síðasta þingi, enda vita það allir, að þó svo víða sé búið að pína menn til þess að beygja sig undir fræðslulögin, þá eru menn harðóánægðir með þau, og það af gildum ástæðum.