24.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2053 í B-deild Alþingistíðinda. (2493)

16. mál, innsetning gæslustjóra Landsbankans

Bjarni Jónsson:

Eg vil leyfa mér að gera fyrirspurn til hins háttv. forseta.

Eg greiði nauðugur atkvæði í þessu máli í dag. Eg vildi helzt, að það mætti bíða með þetta mál, þar til rannsókn í bankamálinu er lokið, og ef þá kemur ekki neitt nýtt fram og óvænt í þeirri rannsókn, þá mun eg greiða þingsályktartillögunni atkvæði. Eg vil því leyfa mér að spyrja hinn háttv. forseta, hvort rökstudd dagskrá hafi þá þýðingu, að ekki megi taka það mál aftur fyrir á þessu þingi.