01.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

30. mál, laun sóknarpresta

Lárus H. Bjarnason:

Sessunautur minn hv. 2. kgk. þm. sagði, að prestarnir gætu reiknað út launin sín. Og það er mikið rétt. — En svo ætti jafnframt að vera umbúið, að við, sem sitjum kringum þetta borð, og eigum að láta hag landssjóðsins sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum einstakra manna, gætum reiknað út hver byrðarauki launabreytingin yrði fyrir landssjóð. En það er ekki hægt. Og gagnið, sem þau gera nokkrum prestum sjálfgefið, þótt síðar verði, þó að breytingin komist ekki á nú, með því að tíminn bætir þeim það af eigin ramleik.

Eg fyrir mitt leyti sé því ekki næga ástæðu til að breyta hinum nýju lögum, sem bættu mjög í búi fyrir prestum.