15.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (545)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Stefán Stefánsson:

Eg vildi aðeins gera þá athugasemd við ræðu hv. þm. Akureyrar, að það eru engar líkur til, að samskonar málaleitanir geti komið fram síðar. Hér er um sanngirniskröfu að ræða, frá þeim, sem voru byrjaðir á laganámi í Höfn, þegar lagaskólinn tók til starfa. Þetta er eina ástæðan fyrir því að lengja frestinn, en sú ástæða er fallin burt eftir 2 ár. Þess vegna þarf ekki að óttast að samskonar kröfur komi fram framvegis.