20.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

60. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Sigurður Stefánsson:

Frumv. þetta er hingað komið frá hv. neðri deild, og finn eg mér skylt að fara um það nokkrum orðum. Á síðasta þingi voru lög alveg sama efnis gerð, en sú breyting snerti að eins eitt kjördæmi, Vestmannaeyjar.

Í Bolungarvík og ýmsum öðrum stærstu veiðistöðvum, hafa verið gerðar samþyktir um lendingasjóði. Nú stendur svo á, að á þessum stöðvum eru ekki allfáir motorbátar, sem opnir hafa verið, orðnir þiljubátar, og eru þeir þar með undanþegnir lendingargjaldi, með því að samþ. lögin 14. des. 1877 ná að eins til opinna báta, og þvkir mönnum það ærið ósanngjarnt, að þeir á þann hátt sleppi við gjaldið, þar sem flestir þeirra eru settir á land eftir hverja sjóferð eftir sem áður. Það er augljóst, hvílík nauðsyn það er fyrir verstöðvarnar, þar sem lendingar eru vondar, að auka lendingarsjóði sína; í Bolungarvík nemur lendingarsjóðsgjaldið alt að 1000 krónum og í Hnífsdal nálægt sex hundruðum, en minkar óðum eftir því sem þiljubátunum fjölgar, komist þessi breyting, sem hér er farið fram á, ekki á.

Eg tel sjálfsagt að frumv. þetta fái framgang; það er stórmikilsvert atriði fyrir eitt stærsta veiðihérað landsins.