30.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

117. mál, fiskveiðar útlendra við Ísland

Framsögum. (Sigurður Hjörleifsson):

Eg vil að eins geta þess, að eg hefi hér í höndum útdrátt úr skýrslu foringja varðskipsins 1910; í henni segir svo;

„Alle Forhold tagne i Betragtning, maa jeg gentage og anbefale det fra Inspektionschefen i 1908 fremsatte Forslag: Noten bortstuved og Notbaadene (untagen i Havn) hejst, naar fremmede Sildefartöjer opholde sig paa Territoriet“.

Hér er nákvæmlega tekin fram sú hugsun, sem var niðurstaða foringja varðskipsins, sem á undan honum hafði verið. Á því leikur enginn vafi að þetta var hans skoðun. Hér er um endurtekna kröfu að ræða. Eg hefi reyndar ekki séð orðalag fyrri skýrslunnar, en eg efast ekki um, að það sé rétt, sem hér segir. Eg geri það að engu kappsmáli, hvort skipuð er nefnd í málið eða ekki. Eg sé enga þörf til hennar.