02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

15. mál, verslunarbækur

Framsögum. Gunnar Ólafsson:

Eg játa það satt vera að svona breyting á lögum er óviðkunnanleg. Það kom til tals í nefndinni. En eftir því sem á stóð, þótti þó nefndinni réttara að taka frv., eins og það kom frá n. d. til meðferðar og laga það svo að það félli inn í lögin 1909, heldur en að taka öll lögin fyrir og steypa frumvarpinu og lögunum saman í eitt nýtt frumvarp. Eg skal játa að það hefði verið réttari aðferð, en með því að það er orðið svona áliðið þingtímans, hefði ekki unnist tími til þess. Að fella málið alveg er ekki gott og vil eg því styðja frv. með þeirri lagfæringu, sem nefndin hefir gert, og kannske frekari breytingum ef sýnist.