29.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (802)

139. mál, útrýming fjárkláðans

Steingrímnr Jónsson:

Eg álít þetta svo alvarlegt og þýðingarmikið mál, að það sé ekki gerlegt fyrir deildina að sleppa því fram hjá sér án þess, að það sé athugað í nefnd. Eins og kunnugt er, hafa ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum orðið landssjóði afardýrar. Og eg er í miklum vafa um, hvort rétt sé að samþykkja þetta frumv. Í öllu falli get eg ekki greitt því atkvæði mitt óbreyttu. Samt álít eg ekki rétt, að fella það þegar við 1. umræðu, og vil því leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og skipuð nefnd í það að þessari umræðu lokinni.