05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg bið háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) forláts. Eg hefi haft hann fyrir rangri sök. Eg man nú að hann var einmitt meðmæltur því að hreppurinn fengi Kjarna en þingið sjálft gerði sér það þá til skammar að brjóta sín eigin lög.