13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

79. mál, bannlögin, viðauki

Lárus H. Bjarnason:

Eg er á sama máli og hæstv. ráðherra, að hér eigi ekki við að nefna nöfn né halda langar ræður.

Hæstv. ráðherra sagði, að „hin opinbera repræsentation“ þyrfti þess við, að fá vörurnar við sæmilegu verði. Engum kemur víst til hugar, að láta þennan kostnað lenda á ráðherranum, sem svo lítið risnufé hefir. Vitanlega lenti kostnaðurinn á landssjóði.

Ef ekki býr annað undir en viðtökurnar næsta sumar þá sýnist ekki rétt að veita heimildina til 1. jan. 1915, nóg fram á sumar 1913, og er þetta nægileg ástæða til þess að setja nefnd í málið.