26.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (1190)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg skoraði áðan á hv. 1. þm. G. K. (B. K.), að færa rök fyrir því, sem hann hafði sagt, að hér væri að eins um stundarhækkun að ræða. Hann hefir engin rök getað fært, það er bara hugarburður. Hveitið kemur ekki þessu máli við. Fyrst og fremst er það ekki aðalkornvara vor, heldur rúgur, og svo er sá munurinn, að enginn hefir nokkurn tíma verið þannig skuldbundinn með samningum, að hann mætti ekki kaupa það hvar sem hann vildi.

Eg vona að hv. þm. sjái, að það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í.

Eg veit að frv. þetta verður samþykt, en eg get ekki greitt því atkv., sakir vitleysu, sem inn í það er komin í Ed. En einmitt sakir hennar greiði eg heldur ekki atkv. á móti því, af því að vitleysan bjargar frv. við. Eg skýri þetta ekki nánara hér. Það mun verða skiljanlegt, ef frv. verður að lögum.