16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1396)

7. mál, yfirsetukvennalög

Guðlaugur Guðmundsson:

Eg vil bara geta þess, að eg er á móti 1. br.till. nefndarinnar, mér finst hún koma illa við. Samt er eg ekki á móti 2. br.till. hennar, þó að sú fyrsta falli, því að eftir þessari 2. br.till., þá yrði yfirsetukonum borguð laun sín í einu lagi og er það margfalt þægilegra, eins og tekið hefir verið fram.