18.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

14. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Ráðherrann (Kr. J.):

Þetta frv. einnig samið af fjármálanefndinni, og tillögur hennar eru þær, að leggja skuli útflutningsgjald á síldarolíu o. fl. afurðir, er hingað til hafa verið ótollaðar. Áður hefi útflutningsgjald verið lagt smátt og smátt á allar fiskafurðir með ýmsum lögum, og álítur nú nefndin rétt, vegna samræmisins, að leggja það einnig á þessar afurðir, og virðist því eigi viðurhlutamikið að samþ. þetta frv. Stjórnin leggur það fram eins og það kom frá nefndinni, vísar til ástæðna hennar fyrir því, og væntir að það verði sett í sömu nefnd og hin frv.