27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í B-deild Alþingistíðinda. (762)

24. mál, stofnun Landsbanka

Lárus H. Bjarnason:

Eg sagði áðan að hæstv. ráðherra (H. H.) hefði lagt áherslu á það að Íslandsbanki fengi heimild til að hafa útbú í Höfn. Nú hefir hæstv. ráðherra sýnt að bankinn hefir þessa heimild samkvæmt reglugerð sinni, svo að þetta hefir því líklega ekki komið til mála á þingi, en eg veit að það hefir verið til umræðu annarsstaðar, eg á við í fulltrúaráði bankans og þar hefir ráðherra lagt áherzlu á þetta atriði. (Ráðherrann: Nei, ákvæðið er komið í reglugerðina frá upphafi, áður en fulltrúáráð komst á laggirnar). En úr því Íslandsbanki hefir þessa heimild, því má þá Landsbankinn ekki fá hana líka? Það getur engu spilt að gefa þessa lagaheimild. Verði afgreiðlustofan ekki stofnuð þá verður hún bara dauður bókstafur, eins og svo mörg önnur af lögum okkar. En það vinst, að þá er Landsbankanum af löggjafarinnar hálfu gert jafn hátt undir höfði og Íslandsbanka. En eins og eg tók fram áðan getur það mjög vel komið til mála að láta landsstjórnina hafa hönd í bagga með um stofnun stofunnar. Það mætti laga til 3. umr.