16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (847)

38. mál, skipun læknishéraða (Hnappdælahérað)

Frsm. (Benedikt Sveinsson):

Eg vil svara fyrirspurn h. þm. Dal. (B. J.) um það hvort nefndin vilji ekki taka málið út af dagskrá til þess að koma að breyttill. háttv. þingm. Það telur nefndin sér ekki fært. Eg sé heldur ekki annað, en háttv. þm. geti borið þessar br.till. fram við 3. umr.

Eg vil leyfa mér að kalla það fjarstæðu, sem háttv. þm. Dal. (B.J.) sagði, að núverandi nefnd sé verri gagnvart Dalamönnum, en sú í fyrra, og vil eg nú ekki fara fleiri orðum um þetta mál.