25.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (862)

115. mál, styrktarsjóður barnakennara

Flutningsm, (Lárus H. Bjarnason):

Eg vona að eg megi skilja hv. þm. svo, að hann sé ekki á móti því að nefnd verði sett í málið. Það er ekki rétt að breytingarnar mundu aðallega verða fyrir Reykjavíkurkennarana. Þær mundu engu síður verða fyrir kennara út um land, bæði í Vestmannaeyjum og annarsstaðar. Sem sagt eg vona að háttv. deild verði ekki á móti nefnd, er gæti borið sig saman við kennarafélagið eða stjórn þess.