09.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

60. mál, vatnsveita í verslunarstöðum

Flutningsm. (Stefán Stefánsson):

í 4. gr. frv. er ákveðið að veita megi hreppsfélagi einkarétt til að selja vatn til heimilisþarfa að eins. Þetta þótti okkur flutningsmönnum frv. ófullnægjandi og höfum við því komið með viðaukatillögu í þá átt, að einkaréttur hreppsfélags til að selja vatn, skuli ná til allra þeirra þarfa, sem vatnsveitan geti fullnægt, og er þar átt við verksmiðjur, skip o.fl. Þetta kemur heim við einkaréttarákvæðið í frumv. sem samþ. var í dag um vatnsveitu á Sauðárkróki, svo eg tel víst að enginn háttv. þingm. hafi neitt á móti þessum litla viðauka. Þar sem vatn er dýrt, gæti farið svo að bærinn sæi sér eigi fært að koma á vatnsleiðslu, ef hann fengi eigi slíkan einkarétt og á þeim stað, sem þetta frv. er nú í bili aðallega flutt fyrir, sem er Siglufj., þá mundi þessi réttur verða afarmikið notaður, einkum að því er skip snertir.

Frekara hefi eg svo ekki við frumv. að athuga.