05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

62. mál, skipting læknishéraðs

Kristján Jónsson:

Það er alveg rétt, að Norðfjarðarhérað var stofnað með lögum í fyrra, og eins að það hefir ekki verið auglýst enn þá, til veitingar, en orsökin til þess er sú, að ekki þótti rétt að gera það fyrri en fenginn væri læknir í eldra héraðið, Fljótsdælahérað, þar sem jafnframt er sjúkraskýlið. Finn eg svo ekki ástæðu til að svara þessu frekar. Það var gert eftir till landlæknis, að dregið var að auglýsa héraðið til veitingar.