20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1572 í C-deild Alþingistíðinda. (1096)

64. mál, friðun æðarfugla

Tryggvi Bjarnason:

Háttv. 2. þm. S.-Múl. talaði af miklum móði um þetta mál. Það sem hann lagði til málanna, fanst mér meira talað af kappi en forsjá, enda varð honum mismæli í öðru hverju orði. Hann hélt því fram, að skaði væri að taka eggin, og bar fyrir því föður sinn. Eg gat nú samt ekki sannfærst af ræðu hans. Eg þekki marga menn, sem halda fram því mótsetta, og sem eg trúi fult eins vel og háttv, þm. S.-Múl.

Það held eg að allir skilji, nema hv. þingmaður, að fuglinn getur betur komið upp fáum ungum heldur en mörgum.

Alveg á sama hátt sem ærin getur betur komið einu lambi á fót en tveimur. Þetta ætti þingm. þó að skilja.

Eg verð að taka það aftur fram, að mér finst töluvert hart að mega ekki hirða dauðan fugl, ef maður finnur, nema maður geti sannað, að hann hafi ekki drepist af manns völdum sjálfs. Eg skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál, en vona að frumvarpið verði felt hér í deildinni.