27.08.1913
Neðri deild: 44. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1824 í C-deild Alþingistíðinda. (1175)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Ráðherrann (H. H.):

Eg sé nú, af hverju meiningamunurinn milli mín og háttv. framsögum. (M. Ó.) stafar. Við leggjum sína merkinguna hver í orðið »efni«. Hann vill láta það tákna framleiðsluprodukt. En bæði í lagamáli og annarstaðar er efni oft látið merkja sama og eignir, sbr. orðatiltækið eftir efnum og ástæðum.

Ef 5. gr. á að skilja þannig hefi eg ekkert á móti henni að efninu til, en eg tel samt sem áður réttara, að orða þetta svo, að það geti engum misskilningi valdið.