30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í C-deild Alþingistíðinda. (1235)

4. mál, landsreikningar

Ráðherrann (H. H.):

Út af því sem háttv. 1. þm. Rvk. talaði um það, hvort hægt væri að kenna núverandi stjórn um sjóðþurð, sem orðið hefir nýlega hjá einum embættismanni, skal eg taka það fram, þótt mér virðist ástæðulaust að tala um .þetta nú, að öll reikningsskil frá þeim manni til stjórnarráðsins höfðu ætíð verið í allra bezta lagi, þangað til á síðasta árinu. Hann greiddi það sem landssjóði bar, og það var ekki hægt að sjá, hvort það fé, sem skilað var í landssjóð, var í raun og veru frá öðrum lánað eða ekki, stjórnin gat ekki séð neitt athugavert, fyrri en að því kom, að peningana vantaði í landssjóðinn.

Bæði háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) og háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) töluðu um það, að halda þyrfti símastjóra til þess, að gera fljótari reikningsskil, og var bent á það, að landssjóður tapaði rentum, ef gjöldin innheimtust svo seint. Út af þessu vil eg benda á það, að landssjóður hefir einmitt fengið vexti af því fé, er innheimt hefir verið en óinnborgað. Því það hefi jafnóðum verið sett inn á sérstaka kontó í banka. En ástæðan til þess, að þessu er haldið árið út á sérstakri kontó, er sú, að landssíminn hefir á hendi innheimtu á tekjunum fyrir sæsímann, svo að tekjurnar, sem innheimtar eru, eiga ekki allar að renna í landssjóð, heldur fer sumt af þeim í aðra átt. Hitt hefir aldrei komið fyrir, að nokkuð af þeim peningum, sem landasjóður hefir átt að fá af símatekjunum hafi verið í nokkurum voða, þótt milli bilið milli innborgananna sé nokkuð langt, því að alt af er hægt að sjá, hve miklar tekjurnar eru eftir kassabók og hvar þær séu niðurkomnar. Sé breytt um og farið að. heimta ársfjórðungalega endurskoðun, þá er það meira en heimtað er af öðrum gjaldheimtumönnum landssjóðs.

Þá talaði háttv. þm. um það, að hækka þyrfti veðið, sem gjaldheimtumenn hafa þurft hingað til að setja. Eg skal játa það, að formlega séð gæti verið ástæða til þessa. En það eru meinbugir á því, að heimta há veð af sýslumönnum, og þeir miklir. Væri það gert, þá gæti það orðið til þess, að einungis efnuðum mönnum væri kleift að taka að sér þær stöður, en að útilokaðir yrðu beztu menn og duglegustu, ef þeir hafa ekki handbært fé til þess að setja að veði. Þetta yrði þá til þess að skerða demókratískt jafnrétti, ekki síður en t.d. hitt, ef kosningarréttur er miðaður Við eignir. Það eru ekki veðin heldur, sem mest er undir komið. Þau eru svo lítil hvort sem er í samanburði við tekjurnar, sem þessir menn innheimta, að þau hrökkva lítið, ef illa fer á annað borð. Nú er heimtað að veði fyrir stærstu sýslum, annaðhvort 60 hndr. jörð eða 6000 kr., en um það munar ekki mikið, ef um sjóðþruð er að ræða á annað borð, eina og nú hefir komið fyrir. Það er mikið meira um hitt vert, að hafa eftirlitið skarpt, en að hækka veðin.

Þá var fundið að því, að umframgreiðslur væru að fara í vöxt á gjaldliðum fjárlaganna, og að það sé óhæfilegt þegar um fastsettar fjárhæðir er að ræða, að landsstjórnin fari fram úr þeim. Eg skal nú játa það, að umframgreiðslur fara heldur vaxandi, en það er allur munur, hvernig á þeim stendur. Vanalega dettur stjórninni ekki í hug að fara fram úr tilteknum fjárhæðum, nema brýnustu nauðsyn beri til. Hafi t. d. sýslufélögum verið veittur styrkur til þess að gera einhvern veg eða þess háttar, þá er ekki farið að bæta við, þótt eitthvað vanti upp á öðru máli er að gegna um störf, sem landið er að framkvæma, t. d. brúargerðir, vitabyggingar eða símalagningar, eða landssjóðsvegi. Það getur altaf svo farið, að áætlanir reynist ekki réttar, svo að ekki verði komist hjá að gera annaðhvort, að hætta þegar verst gegnir, eða fara svolítið fram yfir fjárveitinguna. Sama máli er að gegna með það, ef slept hefði verið t.d. kostakaupum á koparþræði, þegar þau gáfust. Í þess háttar tilfellum álít eg ekkert hættulegt, þótt stjórnin fari fram úr áætlun, þegar hún veit að með því móti verður einmitt tilgangi fjárveitingavaldsins náð.

Hitt getur og verið satt að einhverju leyti, að fjárveitingar upp á væntanlegt samþykki séu að fara í vöxt, en það er ekkert meira en eftir tiltölu við það, hversu féð eykst, sem landið hefir í veltunni. Það er ómögulegt að komast hjá, því eftir því sem viðskiftalífið þróast, að á þessu 2 ára bili, sem líður milli þinga, geti komið sitthvað fyrir, sem væri mesta mein að fresta. Það er óhjákvæmilegt að stjórnin hafi svo mikið traust til þingsins, og þingið til stjórnarinnar, að hún borgi þau gjöld, sem sjálfsögð eru, er þingið ekki hefir séð fyrir. Hitt getur verið álitamál í vissum tilfellum, hvort þingið vill samþykkja þessar útborganir, en að það sé háski að svona geti komið fyrir, nær engri átt. Þetta stafar einmitt af framförunum og auknu viðskiftalífi, að ekki verður hjá þessu komist, meðan ekki er fjárlagaþing á hverju ári.

Loks var það gefið í skyn, að svo liti út sem stjórnarráðið hefði í landsreikningnum af ásettu ráði skýrt rangt frá því, hvað veitt var til Blönduósskólans á fjárlögunum (»nfl. vantar alt að«). Hér til er því að svara, að stjórnin hafði tekið eftir því, að þessi umrædda umframgreiðsla hafði átt sér stað þegar áður en reikningurinn var saminn. Og það var búið að gera ráðatafanir til endurgreiðslu áður en reikningurinn var saminn, svo að það voru ekki endurskoðunarmennirnir, sem uppgötvuðu þetta og leiðréttu, heldur stjórsarráðið sjálft. Stjórnarráðið gat því ekki haft neina minstu ástæðu til að gefa endurskoðendum skakka hugmynd um ákvæði fjárlaganna í þessu efni. Þetta er að eins einföld pennavilla á reikningsakrifstofunni og eg get ekki séð að það sé svo mikils um vert, að eyða þurfi orðum að því, og hefðu fáir yfirskoðunarmenn gert úr því þessa rellu.