09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (133)

21. mál, íslenskur sérfáni

Lárus H. Bjarnason:

Eg kom með bæði þessi merki hingað, til að sýna blátt á hvítu, að mér er ekki neitt kappsmál, hvernig gerð fánans er. Eg hefi ekkert á móti bláhvíta krossinum, enda hygg eg, að 12. Júní muni hafa gert hann vinsælli en áður.

Út af ræðu hv. ráðherra vil eg geta þess, að mér kom, jafnvel af hans vörum, hálfspankst fyrir, að heyra það dregið í efa, að vér getum löggilt staðarfána.

Hv. ráðherra hélt því fram, að danski fáninn væri löggiltur hér á landi, en það fer fjarri því; hann er eigi löggiltur nema á skrásettum skipum. Væri hann löggiltur á landi, mundi hv. ráðherra láta draga bláa fánann niður af stöngunum hér? Hv. ráðherra má eigi láta sér slik orð um munn fara, hvorki sem ráðherra, né sem löglærður maður.

Hv. ráðh. Var sammála hv. þm. Dal. (B. J.) um það, að lítið eða ekkert áynnist með lögleiðingu sérfána; hún væri nánast leikur; en það er ekki rétt. Ef vér samþykkjam frumv., getur danski Fálkaforinginn ekki tekið fána vorn af meinlausum bátum á höfnum inni og því síður nokkur amast við honum á landi, enda mundi hv. ráðherra þá ekki síður leggja lögreglustjórum sínum fyrir að verja bláhvíta fánann, heldur en rauðhvíta flaggið. Annað hitt, að bláhvíta fánanum mundi fjölga mikið, væri hann löggiltur, því að nú skirrast margir við að nota hann, af því hann er ekki löggildur. Máske verður nokkuð örðugt að fá staðfestingu h. h. konungs, en eg býst samt við, að hv. ráðherra væri innanhandar að fá frumvarpið staðfest. Það er algerlega rangt, að millilandafrumvarpið komi oss ekki að liði hér. Samkvæmt upphafi 2. m.gr. nefndarálitsins á bls. XIV, sbr. 8. lið 3. gr. frv. er heimflaggið ekki sammál, og það fer að minsta kosti ekki vel á því, að ísl. þingmenn skuli bæði nú og í stj.skr.málinu vera að bísa við að kenna Dönum, hvernig þeir eigi að þrengja kostum vorum. Danir sjálfir eiga sér flaggmál. Margir þeirra beztu manna halda fram rauðu og hvítu litunum í Suður-Jótlandi. Það mun því tæpast þurfa að óttast að þeir sýni okkur ósanngirni, þar sem líkt er ástatt hér og þar. Nái frumv. ekki ataðfestingu konungs. býst eg við, að það verði einhverju öðru að kenna, en mótspyrnu Dana, verði einhverju líku að kenna og lotteríslysið, sem eg annars ætla eigi að ræða hér að svo stöddu. Annars stoðar ef til vill ekki að ræða málið mikið.

Eg tók eftir, að hv. ráðherra hafði lík ummæli um það og stjórnarskrármálið, að það mundi ekki komast út úr þinginu, og mun hann þar hafa átt við hv. Efri deild sína, en meðan deildirnar eru tvær, verður hvor deild að taka meira tillit til sín en hinnar, enda óvíst að hv. Efri deild fylgi hv. ráðherra. gegnum þykt og þunt.

Eg vil ekki kappræða breytingartill. að Svo stöddu máli, ætla að eins að taka fram, að eg er samþykkur hv. ráðherra í því, að vér höfum ekki vald til að löggilda Siglingarfána, svo sem eg sagði skýlaust í 1. ræðu minni. Annars getum við hv. flutningsmenn rifist um þetta í nefndinni, því eg býst við að málinu. verði sýndur sá sómi, að það serði sett í nefnd.

Oss hefði verið innanhandar að löggilda siglingarfána á sínum tíma, ef millilandanefndarfrumvarpið frá 1908 hefði náð fram að ganga. Það hefði farið öðruvís bæði um þetta mál og annað, ef háttv. þm. Dal. (B. J.) hefði þá skilið orðið »Suverænitet«, eða hampað því og öðrum öfgum ögn minna. Eg leyfi mér að svo mæltu að stinga upp á því, að málinu sé vísað til 5 manna nefndar að umræðum loknum.