04.07.1913
Efri deild: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (1480)

24. mál, siglingalög

Seingrímur Jósson:

Þetta frumvarp var hjer fyrir háttv. deild í fyrra, og var þá varið til þess mikilli vinnu og það allvel undirbúið, þó það næði þá ekki fram að ganga sökum tímaskorts. Jeg vil leyfa mjer að leggja til, að máli þessu sje að lokinni þessari fyrstu umræðu, vísað til fimm manna nefndar. Jeg vænti þess, að nefndarstörfin geti gengið svo fljótt, að málið geti nú náð framgangi, enda er þetta þriðja þingið, er hefur það til meðferðar.