12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

34. mál, lán til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum landsins

Þórarinn Jónsson:

Við 1. umræðu þessa máls hreyfði jeg engum mótmælum gegn því, hafði þá ekki athugað það svo. Og heldur hef jeg ekki gert neina br.till. til þessarar umræðu, en býst við að gera það við 3. umræðu. Þessi lög um lán úr landssjóði til byggingar íbúðarhúsa á presstsetrum landsins eru eigi gömul, rúmlega 5 ára. Eftir því sem segir í ástæðum stjórnarinnar, hefnr 28 prestaköllum verið veitt lán samkv. þeim á árunum 1908–1912 um 73 þús. kr. og má því heita svo, að lánsfjeð hafi verið uppunnið, svo að það virðist hafa verið allmikil eftirspurn eftir lánunum, þótt þau væri eigi hærri en 3000 kr. Ástæðan til að breyta lögunum í þá átt að hækka lánsupphæðina, virðist því aðallega sú, að tveir prestar vestanlands, kauptúnabúar þar, hafi ekki gert sig ánægða með þá lánsupphæð, sem heimiluð er í lögunum, jafnvel þó að bætt væri við hana 1000 kr. Þessa hækkuðu lánsupphæð, sem frv. fer fram á, tel jeg alt of háa, aðallega af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er prestinum bundinn erfiður baggi með svo dýrri húsaleigu og viðhaldi; og í öðru lagi álít jeg ekki rjett að byggja svona dýrt á sveitajörðum. Húsin fara að bera jarðirnar ofurliða, og eigi þetta að vera öðrum til fyrirmyndar, eins og fram er tekið í ástæðum fyrir frv., þá má svo fara, að menn allvíða reisi sjer hurðarás um öxl, og er er þá ver farið, hvað landbúnaðinn snertir. Margir kunna að halda, að prestar geti borið þetta betur en bændur, en þar sem jeg þekki til, búa þeir ekki alment þeim mun betur, sem meiri kraft þarf til þessa en alment gerist; sje lánið 5000 kr., er húsaleigan orðin 200 kr. fyrir utan viðhald. — Svo þegar prestaskifti verða, gæti svo farið, að enginn. vildi ganga að, ef illa væri komið.

Þá er ennfremur eitt stórt atriði, sem vel verður að taka til athugunar. Við höfum fyrirfarandi, og erum enn að rannsaka byggingarefni og byggingarfyrirkomulag til sveita. Enn er þetta óleyst, og vel má verða, að innan skams komumst við að ódýrari og betri aðferðum í þessu efni. Fyr en þetta er rannsakað, vil jeg engan vegin auka lánsupphæðina, heldur halda henni eins og hún er.

Eftir atvikum get jeg verið með öðrum ákvæðum frumvarpsins. Þó finst mjer farið of langt, þar sem ætlazt er til, að landssjóður kosti smiði á húsum, er eyðilagzt hafa og þarf að endurreisa. Er það ákvæði nýtt nú og því sjerstök útlát fyrir landssjóðinn fram yfir það, sem í gildandi. lögum er.