21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (1648)

37. mál, hagstofa Íslands

Hákon Kristoffersson:

Jeg vil mega leiðrjetta það, sem hæstv. umboðsm. ráðherra sagði, að jeg vildi ekki taka aftur ranghermi. Það kemur ekki til þess; jeg þarf ekki að taka neitt aftur; jeg skýrði aðeins frá því, sem jeg hafði heyrt og sjeð, og skýrði rjett frá því, svo það þarf ekki leiðrjettingar við. En jeg spyr: vill hv. umboðsm, ráðh. neita því, að borgaðar hafi verið 75 kr. fyrir örkina í landhagsskýrslunum? Það er satt, að þingmenn eiga að vera varfærnir í því, sem þeir bera fram í þingsalnum, og einmitt með það fyrir augum gat jeg þess ekki, að jeg hafði heyrt, að sumar af skýrslunum sjeu samdar á skrifstofutíma stjórnarráðsmanna, og þó tekin full borgun fyrir, eins og að þeim væri unnið í eftirvinnu.