22.07.1913
Efri deild: 13. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

71. mál, löggilding verslunarstaðar í Karlseyjarvík

Hákon Kristoffersson, flutningsm.:

Jeg hef leyft mjer, að koma fram með þetta frv. samkv. ósk manna úr hlutaðeigandi hreppum, og jeg hef skýrt háttv. þm. frá ástæðum þeim, er liggja til grundvallar fyrir frv., og legg jeg svo málið á þeirra vald.

Hvað Hagabót snertir, vil jeg geta þess,. að þar er starfandi kaupfjelag, sem gæti ef til vill haft hagnað af löggildingu þar, og á Karlseyjarvík skildist mjer þeir hefðu það í hyggju, að setja upp söludeild í sambandi við kaupfjelag þar, og hyggja, að það standi betur að vígi með það, ef þetta frv. nær fram að ganga.

Jeg vona, að háttv. deild sýni frv. þessu sömu velvild, og löggildingar hafa átt að sæta á fyrirfarandi þingum, og lofi því að ná fram að ganga.

Frv. vísað til ~. umr. í e. h.

5. I'rv. til Landskiftalaga (101); 1. umr.