06.08.1913
Efri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (1827)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Ráðherrann:

Jeg verð að láta í ljósi, að jeg kann nefndinni þakkir fyrir starf hennar og góðar tillögur. Samt er jeg henni ósamþykkur um tvö atriði, og skal jeg leyfa mjer að drepa stuttlega á þau. Jeg á við ákvæðið um, að ársþóknun úr landsjóði skuli goldin til allra 3. fl. símastöðva landsins, eins og nefndin fer fram á, og upptöku nýrra 1. fl. lína.

Jafnvel þótt nefndin hafi nokkuð til síns máls, og þó að það sje rjett, sem h. frms. (J. B.) sagði, að sumar 3. fl. stöðvar hafi fengið nokkra þóknun, þá kemur breytingartillagan um greiðslu til 3. fl. stöðva mjög í bága við það fyrirkomulag, sem reynzt hefur vel til þessa og slegið er fóstu í símalögunum frá 1912 að jeg verð að telja hana mjög varhugaverða. Ef á annað borð er farið að gera breytingar í þessum efuum, hygg jeg, að erfitt reynist að setja nokkurt takmark, og jeg hygg, að þar komi skjótt, að farið verði fram á hækkanir, sem mundu hefta mjög framgang Iandsímans. Það er síður en svo, að ekki hafi verið farið eftir neinni reglu, er þessar ársþóknanir voru veittar. Þá er kveðið hefur verið á um, hvort stöðvarnar ættu að fá styrk eða eigi, hefur verið rannsakað, hvort síminn sjálfur þyrfti á stöðinni að halda eða eigi. Ef síminn hefur þurft sjálfur á stöðinni að halda, til þess að eiga hægra aðstöðu við skjótar viðgerðir, og ef samkomulag hefur ekki náðzt við þær sveitir, er hjer áttu að máli, þá hefur ársþóknun verið veitt, og eins, ef kostnaður við starfræksluna hefur verið svo mikill, að sveitirnar hafa ekki risið undir því. En það hefur oft komið fyrir, að sveitafjelögin hafa boðizt til að taka kostnað við starfrækslu stöðva sjer á herðar endurgjaldlaust, ef þau aðeins fengju stöðina, og þá virðist lítil ástæða til að troða þóknun upp á þær. Hví ekki að lofa þeim að greiða þenna kostnað, úr því að þær eru fúsar til þess.

Ef landið tekur nú allar 3. fl. stöðvar að sjer að nokkru leyti, kemst þar sá skriður á, er ilt verður að stöðva, Jeg óttast, að með því móti væri það skarð höggvið í símatekjurnar, að það seinki mjög lagningu á nýjum álmum og línum, sem borgast eiga af ágóða landsímanna. Jeg skil vel, hvað vakað hefur fyrir nefndinni og ástæður hennar. En jeg sje ekki ástæðu til að fara að greiða mönnum peninga hjer og þar út um land, aðeins til þess að koma ímynduðum jöfnuði á. Til þess ber ekki brýna nauðsyn, og verður, eins til ógagns í framtíð.

Jeg vona, að deildin breyti sem minst þeirri reglu, er ríkt hefur í þessu efni. Jeg tel hag símans betur borgið og lögin betri, ef þessi brtill. nefndarinnar verður ekki samþykt.

Um hina aðra breytingu: að taka Siglufjarðarsímann upp í 1. fl. og endurgreiða sýslutillagið, er það að segja, að þó að ýmislegt kunni að sýnast með því mæla í bili, þá væri þar einnig farið út á hála braut, sem örðugt yrði að stöðva sig á. Þá mundu fleiri á eftir koma, sem ef til vill gætu fært eins haldgóðar ástæður fyrir því, að víkji frá ákvæðum símalaganna. En þau voru samin og sett í því skyni, að fyrirbyggja stöðugt þjark á þingi hverju um sjerstaka hjeraðshagsmuni í símamálum. Þau áttu að vera föst regla, sem landstjórn og alþingi fylgdu fyrst um sinn, og þar sem lögin er nú aðeins ársgömul, er of snemt að breýta meginreglum þeirra.