04.07.1913
Neðri deild: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í C-deild Alþingistíðinda. (19)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Lárus H. Bjarnason:

Eins og hv. ráðherra hefir tekið fram, bæði nú og þegar hann lagði fram Stjórnarfrumvörpin, er fjárhagurinn betri, þrátt fyrir lotterí-slysið, en hann bjóst við — miklu líkari því sem eg bjóst við og háttv. þm. S.- Þing. (P. J.), þegar barist var um vörugjaldið síðastliðið ár. Eg segi lotterí-slysið, því að lotterið hefði gefið landssjóði að minsta kosti 400 þús. kr. á fjárhagstímabilinu, ef það hefði komist á.

Tekjuafgangurinn 1910–1911, sem hv. ráðherra hefir gert grein fyrir, er að eina á pappírnum. Í raun og veru er um 80 þús. kr. tekjuhalli.

Mestu skiftir þó árið 1912. Það ár eru tekjurnar um 2.100.000 kr. í stað 1.444.000 kr., er áætlaðar voru.

Eftir fjárlagafrv. Stjórnarinnar fyrir árin 1914–1915 er áætlaður á pappírnum 75 þús. króna tekjuafgangur, en Sú niðurstaða er að þakka eða kenna því nýtízkubragði, að afborganir af útlánum Viðlagasjóðs, 116 þús. kr., eru nú í fyrsta skifti taldar með tekjum eða árlegu eyðslufé. Tekjuhallinn er því í raun og veru 41 þús. kr.

Hv. ráðherra taldi það réttmæta aðferð. En það er mikið álitamál. Ef telja á afborganirnar til tekna, eru þær þar með gerðar að eyðslufé, enda hætt við að þingmenn gæti þá síður varúðar, er áætla skal gjöld. Með þessu móti mundi viðlagasjóðseignin og hverfa og verða að engu á fáum fjárhagstímabilum.

Þó að nú fjárhagurinn Sé ekki ólíklegur samkvæmt fjárlögunum, er hann þegar á alt er lítið þó alt annað en glæsilegur. Skuldir landssjóðs eru með upprunalegu lánsupphæðunum nú orðnar 2750 þús. kr., og ef ábyrgðirnar eru taldar með, þá bætast þar Við 6900 þús. kr. Svo miklar eru ábyrgðir landssjóðsins þegar orðnar. Og þó hefi eg slept ýmsum smærri ábyrgðum.

Mér skilst, að þessi upphæð hrópi á varfærni til nýrra lána og jafnvel til nýrra útgjalda.

Eg ætla mér ekki að fara út í einstakar greinar frumv. Aðeins skal eg geta þess, að eg sakna einnar fjárveitingar — fjárveitingar til viðskiftaráðunautsins. Eg sakna hennar meira en mannsins, Sem hún var bundin við. Mér skilst, eftir því sem nú er háttað afstöðunni út á við, að það mundi vera alt annað en heppilegt að kippa fjárveitingunni gersamlega burtu. Fremur ætti hún að standa í fjárlögunum, þó ónotuð yrði.

Annars hefi eg tekið eftir 2 einkennilegum lækkunum í fjárlagafrumv., sem sé til samgöngumálanna 88 þúsund kr. lækkun og til verklegra fyrirtækja 94 þúsund kr. lækkun. En til kirkju- og kenslumála er aftur á móti hækkað um 70–80 þús. kr. Nokkuð af lækkuninni stendur í sambandi við það, að símakostnaður lendir framvegis vægar á fjárlögunum en áður.

Annars sé eg ekki ástæðu til að fara út í einstök atriði á þessu stigi málsins. Býst við að nefnd verði sett.