01.09.1913
Efri deild: 43. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í B-deild Alþingistíðinda. (2117)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Hákon Kristoffersson:

Jeg vildi aðeins með örfáum orðum mótmæla þeirri aðdróttun háttv. þm. Strand. (Guðj. Guðl.) til mín, að sannfæring mín í þessu máli væri komin frá þingmönnum í háttv. Nd. Jeg tel, að slík aðdróttun sje bæði ósönn, ómakleg og óheiðarleg, og slík ummæli alt annað en þingmannleg. Þessi ummæli háttv. þm. Strand. (G. G.) tel jeg muni vera sprottin at því, að hann hafi haldið að flís mundi í auga mínu, af því hann hafi fundið til bjálkans í sínu.