03.09.1913
Efri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (2136)

37. mál, hagstofa Íslands

Guðmundur Björnsson. framsögum.:

Jeg þarf ekki margt um þetta mál að segja. Hv. nefnd hefur ekki gert nema tvær smábreytingar á frv., og á þær höfum við minzt í framhaldsnefndarálitinu. Hv. Nd. hefur bætt tvennu við verkefni þau, sem hagstofunni er ætlað að fást við; henni er nú ætlað að gefa yfirlit yfirstyrktarsjóði og gjafasjóði í viðbót við það, sem hjer í deild var ætlazt til að hún rannsakaði. Þetta má telja frumv. til bóta.

Hjer í deild var gert ráð fyrir, að einungis einn fastamaður væri við hagstofuna, hagstofustjórinn, en ætlazt til, að 2500 kr. væri varið til aðstoðarmanna. Þessa hefur hv. Nd. breytt þannig, að hagstofustjóranum er ætlaður einn fastur aðstoðarmaður, með 2500 kr. árslaunum. Nefndin hjer í deild verður að fallast á það, að meira gagn geti verið að einum duglegum manni með sjermentun, en jafnvel 2–3 mönnum án sjermentunar. Fyrir þessar sakir vill nefndin einnig fallast á þessa breytingu h. Nd, og mælist til, að frv. sje samþykt, eins og það liggur nú fyrir.