09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2357 í C-deild Alþingistíðinda. (2593)

116. mál, mælingar á túnum og matjurtagörðum

Einar Jónsson:

Það er yfir höfuð létt verk að fela stjórninni alla skapaða hluti, hvort sem það er þarft eða ekki. Þetta mál er mjög lítilsvert og vanhugsað, því eg hugsa, að það séu að eins mjög fáir bændur, sem ekki geti mælt tún sín og matjurtagarða án fyrirskipunar frá stjórninni. Eg hugsa að það séu fáir bændur, sem ekki geti mælt tún sín eftir ferhyrningaraðferðinni. Og hins þegar finst mér það ekki nema sjálfsagt, að hagstofan hafi sér það til skemtunar, að mæla tún manna í frístundum sínum. Og ekki neitt ofverk fyrir ráðunautana að gera það sjálfir. Þetta er því ekki annað en óþarfi, fordildin ein, að vera að fela stjórninni annað eins og þetta, sem ekkert hefir að þýða. Því geta bændur ekki gert þetta sjálfir? Því geta þeir ekki mælt tún sín sjálfir undir umsjón hreppsnefnda og eftir leiðbeiningum ráðunautanna. Ráðunautunum ætti það ekki að vera neitt ofverk að kenna mönnum að mæla tún sín sjálfir. Þessi tillaga er því ekki annað en fordild, og ekki til annars en að sýna nafn háttv. 1. þm. Árnesinga ú þingskjalinu.