09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2359 í C-deild Alþingistíðinda. (2595)

116. mál, mælingar á túnum og matjurtagörðum

Einar Jónsson:

Eg ætla ekki að fara að þræta við vin minn, háttv. 1. þm. Árn. (S. S.). En þegar hann segir að eg hafi ekki hugsað málið áður en eg talaði um það, þá hugsa eg að slíkt hendi hann jafn-oft og mig. Við skulum láta það fallast í faðma og sleppa því. Og eins skulum við fallast í faðma upp á það, að hvorugur okkar er vanur að tala mjög mikið að óþörfu.

En þar sem hann sagði að fjöldi bænda gæti ekki reiknað út túnin sín í föðmum, þá þótti mér hann gera heldur lítið úr okkur. Og hann er þá ekki mikill leiðbeinandi sem ráðunautur, ef hann kennir ekki mönnum svo lítið. Það ætti honum þó að vera innan handar á ferðalögum sínum. (Sigurður Sigurðsson: En ef túnin eru nú kringlótt?). Það er líka auðvelt að mæla út kringlótt tún. Eg kann það jafnvel, og þykist þó ekki mikið af mínum fræðum og hefi ekki ástæðu til þess.

Yfirleitt er þessi till. eitt af mörgu, sem verið er að hnoða á stjórnina, þýðingarlaust. Það eru 40 menn á þinginu, og ef þeir gerða sér allir að skyldu að hnoða á stjórnina þó ekki væri nema einni tili. slíkri hver þeirra, þá vært gaman að sjá hvað hún gerði úr þeirri súpu.