13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2516 í C-deild Alþingistíðinda. (2676)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Matthías Ólafsson; Mér er ekkert kappsmál um þessa nefnd. En eg hygg, að ekki mundi til mikils gagns, þótt hún færi að safna skýrslum um, hvort þetta eða þetta slys hefði verið að kenna stýrimanninum, eða ekki. Þeir menn, sem um það ættu að bera, mundu aldrei verða á. eitt sáttir, sumir segðu rangt það sem aðrir segðu rétt. Eg efast um, að hægt. væri að skipa fyrir um nokkra vissa aðferð við að stýra, þótt svo kynni til að vilja, að slys yrði af því eitt skifti eða svo, að stýrt væri glannalega. Annars eru slys hér við land ekkert ótíðari hjá útlendum sjómönnum en Íslendingum.