29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í C-deild Alþingistíðinda. (366)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Lárus H. Bjarnason:

Það var aðallega út af fullyrðingum háttv. 1. þm. G.- K. (B. Kr.) um, að landssjóði bæri að lögum ábyrgð á. sparifé og inn lánsfé Landabankans, að eg bað mér hljóðs. Landssjóði ber ekki nein slík ábyrgð, ekki einu sinni á seðlunum umfram það, að hann á seðla sína í hættu reynist bankinn ekki gjaldfær. En eg er sammála háttv. framsögum. (B. Kr.) um það, að ef svo færi, að Landsbankinn yrði ekki fær um að standa í skilum upp á eigin spýtur, þá myndi landasjóður telja sér skylt að hlaupa undir bagga með bankanum, sérstaklega gagnvart fátækum sparisjóðsinneigendum, jafnvel þó honum bæri ekki lagaskylda til þess. Að minsta kosti myndi eg, ef slíkt kæmi fyrir meðan eg sit á þingi, stuðla að því. Og að því leyti er hér raunar um bókstafs-breytingu að ræða.

Eg er sammála hæstv. ráðherra um það, að því meiri völd sem Landsbankanum væru fengin, því eðlilegra væri að auka meira eftirlit landsstjórnar með bankanum. Að vísu hefir stjórnin mikil tök á bankanum nú, þó að þau hafi verið skert nokkuð með lögunum frá, 1909. Hún skipar bankastjórana og getur vikið þeim frá um atundarsakir og jafnvel sett þá af alveg, ef þörf gerist. Annað hitt, að landsstjórnin hefir hönd í bagga, þar sem hún ræður öðrum endurskoðunarmanninum, enda hefir sá endurskoðandinn lengi verið handgenginn maður stjórninni. Það er því engan veginn hægt að segja, að landssjóður stæði berskjaldaður gagnvart bankanum, þótt frv. þetta yrði að lögum. En það mætti vafalaust finna leiðir til að auka það nokkuð, án þess að nauðsynlegt sjálfstæði bankans minkaði að mun, ef landssjóður hlúði nógu vel að bankanum.

Út af því sem sagt var, að stjórnin hefði ekki verið bankanum svo hlynt, sem æskilegt væri, þá má segja, að það geti til sanns vegar færst. Eg á hér ekki við núverandi stjórn fremur en stjórnina næst á undan.

Okkur endurskoðunarmönnum landsreikninganna þótti leitt að verða þess Varir, að stjórnin hafði ekki brúkað bankann til að ávaxta þar fé sitt árið 1911. Eg verð þó að telja stjórninni skylt að brúka þann bankann fremur hinum, að öðru jöfnu.

Eg hygg að frumv. þetta sé ekki svo Varhugavert sem landritari lét í veðri vaka við 1. umr., því að í rauninni ber landssjóði að hjálpa bankanum, enda mundi hann gera það, ef í nauðir ræki, hvað sem lagaskyldu hans liður, enda mun eg styrkja það með atkv. mínu til 3. umræðu.

Mér finst ekki nægileg ástæða til að setja frumvarpið í nefnd, þar sem það er komið frá nefnd, enda eru nú allir þingm. uppteknir í nefndum.