07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í C-deild Alþingistíðinda. (639)

52. mál, sala á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði

Framsögum. (Tryggvi Bjarnason):

Eg hefi ekki margt að segja um þetta frumv. Meiri hl. nefndarinn ræður til þess að samþykkja frumvarpið. Sá hann ekki að neitt væri því til fyrirstöðu, að jörðin væri seld.

In eina ástæða stjórnarinnar á móti því, að jörðin verði seld, er Sú, að í landi hennar Sé nú löggild höfn. En það er engin ástæða. Vil eg því til sönnunar leyfa mér að vísa til vottorða málsmetandi manna, sem lögð eru fram hér á lestrarsalnum, um það, að ekki komi til nokkurra mála að þar komi kauptún í fyrirsjáanlegri framtíð. Mætti fá miklu fleiri vottorð frá mönnum í þessu héraði um þetta, því engum dettur slíkt í hug, sem til þekkir.

Vil eg svo ekki orðlengja þetta. meir, en vona að háttv. deild fallist á málið.