07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (71)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Lárus H. Bjarnason:

Eg var að bíða eftir því, að stjórnarflokknum gæfist kostur á að taka til máls, en ég sakna enn þá eins, sem sé háttv. þm. Vestm. (J. M.).

Eg tek til máls af því, að eg hygg að árásir þær sem embættismannaflokkurinn hefir orðið fyrir bæði utan þings og á þingi, sérsaklega frá háttv. 1. þingm. Árn. (S. S.), séu allsendis ómaklega. Þar er auðvitað misjafn sauður í mörgu fé, en það dugar ekki að dæma alla embættismenn eftir því, þó einstakir embættismenn hafi gefist illa. Það eru til málrófsmenn meðal bænda, en þar fyrir eru ekki allir bændastéttarmenn með því marki brendir.

Eigi embættismenn yfirleitt miður góðu áliti að fagna, hygg eg það sérstaklega að kenna aleitum á stéttina af einstaka alls óhæfum mönnum, sem nýjar og gamlar stjórnir hafa liðið alt of lengi og jafnvel hampað alveg ómaklega á eftir.

Kjósendum mínum er kunnug afstaða mín til þessara launahækkunarmála. En þó eg sé þeim andvígur, sé eg ekkert á móti að málið komist í nefnd, þó ekki sé nema af kurteisi við gamlan flokkabróður, hv. ráðherra. En eg hygg, að 5 manna nefnd sé nóg og engin ástæða til að hafa hana 7; ekki vert að eyða tíma þingsins með því að binda of marga menn í einstökum nefndum.