15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1217 í C-deild Alþingistíðinda. (915)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Framsögum. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Eina og menn hafa heyrt á háttv. framaögumanni meiri hlutans, þá er eg honum sammála um flestar breytingartillögurnar.

Það sem eg legg til að falli niður úr frumvarpinu, er atriði, sem virðist hafa ataðið þar af misgáningi eða misskilningi. Aðalatriðið í þessu kosningarlagafrumv. er, að hver flokkur fái atkvæðafjölda á einn lista sem næst réttu hlutfalli við magn flokksins. Þetta er til bóta. En svo er í frumv. ætlast til þess, að maður, sem er á mörgum listum, hljóti atkvæðin af þeim öllum: Þetta getur komið sér mjög illa, því það getur breytt röðinni á listanum. Þannig getur maður, sem er neðarlega á lista, komist efst af alt öðrum ástæðum, sem ekki koma flokknum við, sem setur upp listann.

Við skulum setja sem svo, að eg sé í flokki, sem setur upp lista, sem nær 3 mönnum. En svo vill til, að sá maður, sem við höfðum sett neðst á listann, fær fleiri atkvæði en þeir, sem ofar voru settir, með þeim atkvæðum, sem hann fær af öðrum lista. Það fer því svo, að maður, sem við hefðum minst traust á, máske settum á listann aðeins til uppfyllingar, kemst upp fyrir okkar beztu menn. Einn flokkur getur líka notað þetta bragð til að bola burtu einhverjum ákveðnum manni í mótstöðuflokknum.

Allir hljóta að sjá, að það er á móti anda laganna. Eg býst því við, að menn verði mér samdóma um að fella þetta ákvæði burtu, sem ekki á heima í lögunum.