15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í C-deild Alþingistíðinda. (924)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Benedikt Sveinsson:

Eg hygg ekki, að mér verði borið það á brýn, að eg sé heimtufrekur eða vilji umturna öllum fjárlögunum, þótt breyt.till., þær sem eg hefi leyft mér að bera fram, nái fram að ganga. Eg er ekkert hissa á því, þótt háttv. framsögum. (F. J.) hafi lýst yfir því, að nefndin hafi ekki getað fallist á þessar tillögur, þar sem hún er öllum ástæðum ókunnug. En eg hygg að vera megi, að hún taki þær til greina, þegar eg hefi sýnt fram á, hvernig á stendur. Og vona eg, þar sem ekki er nema um lítilfjörlegar upphæðir að ræða, að nefndin sýni sanngirni í þessu máli sem öðrum.

Fyrri breyt-till. er á þgskj. 422 og fer fram á styrk til þess að ryðja akfæran veg frá, Kópaskersvogi inn að Jökulsárbrú í Axarfirði. Vegalengdin er 35 kílómetrar. Þar hagar svo til, að mjög greiðfært er yfir og þurlent. Vegurinn liggur ýmist á hörðum sjávarbökkum eða árbökkum. En hann er ekki akfær, nema hann sé ruddur. Þetta er kaupstaðarvegur fyrir norðurhluta Norður-Þingeyjarsýslu, bæði fyrir Axarfjarðarhrepp og gelduhverfishrepp. Menn hafa alment óskað þess lengi, að landssjóður veitti einhverja upphæð til þess að gera þennan veg greiðfærari, en það var ekki fyr en á tveim þingmálafundum í vor, að það var opinberlega látið í ljósi, hve mikið áhugamál það væri sýslubúum, að fá styrk til að ryðja veginn. Mönnum var það ljóst, að ekki mundi tjá að fara fram á akbraut, þar sem um fámennar sveitir er að ræða. En þó eru sömu skilyrðin fyrir hendi og fyrir flutningabraut, því að þetta er vegur frá kaupstað upp til landsveita. Féð, sem fram á er farið, er hverfandi lítið, ekki nema 1500 kr. hvort árið. Menn hafa ekki æskt eftir meiru hafa treyst sér til að leggja fram úr eigin vasa það sem á vantar. Raunar hefir engin áætlun verið gerð í þessu efni, en beztu bændur og skynsamir menn, sem staddir voru á fundinum, fullyrtu að þetta mundi duga ásamt framlagi frá sveitafélögunum. Auðvitað, er ekki um annað að ræða en slétta götubakka, týna grjót af veginum o.s.frv. Þetta mundi að sjálfsögðu ekki nægja, ef vetrarflutningar væru miklir, en sem sumarvegur yrði hann ágætur og akfær. Og það er héruðunum líka: alveg nóg, því að allir flutningar þar ganga að mestu leyti fyrir sig á sumrum. Menn hljóta að sjá, hver nauðsyn er á því, að landamenn geti notað þau skárstu flutningatæki, sem föng eru á, og hve mikill hagur mönnum er að, því, að vegirnir séu svo greiðfærir; að vögnum verði komið við á þeim. Það er fátt, sem meira hefir stuðlað að framförum í Árnessýslu en einmitt það, hve greiðfærir vegir þar eru.

Ef fjárlaganefndin vildi líta á þessa nauðsyn, mundi eg, fyrir hönd umbjóðenda — minna. sætta mig við, að tillagið yrði fært úr 1500 kr. niður í 1000 kr., og það skilyrði yrði sett, að jafnmikið fé kæmi annarstaðar frá. Fengi eg vilyrði um þetta, þá væri eg líka fús á að taka tillöguna aftur að sinni og breyta henni til 3. umr.

Um hina tillöguna er það að segja, að þar stendur nokkuð svipað á. Hún fer fram á 500 kr. tillag til þess að fullgera færan reiðveg yfir Flöguflóa í Þistilfirði. Þegar brýrnar voru settar á Högná og Sandá, voru þær ættar á öðrum stað en gamli vegurinn hafði legið um. Það hefir því orðið að ryðja langan veg, yfir fúaflúa eða svarðlenda mýri, og er slíkt örðugt fátækum héruðum. Þau hafa þó sýnt mikinn dugnað í þessu efni, eg mælast nú til að fá einar 500 kr. til þess að lúka verkinu. Héraðsbúar eru þinginu þakklátir fyrir brýrnar. Sveitirnar ern óðum að byggjast upp aftur, og þótt það sé auðvitað meðfram árgæzku að þakka, þá leikur enginn vafi á því, að brúargerðirnar eiga mikinn þátt í þessu. Þeim peningum hefir því ekki verið á glæ kastað. Mönnum mundi þykja vel bundinn endi á þetta mál, ef þessi lítilfjörlegi styrkur yrði veittur. Þótt ekki sé tiltekið neitt tillag annarstaðar frá á móti í br.till., þá er það auðvitað, að svo verður, því að þessi vegagerð kemur til að kosta miklu meira en hér er farið fram á. En ef hv. deild kann betur við að slíkt ákvæði verði sett, þá má lagfæra það til 3. umr. Það mælir líka með þessari br.till., að brýrnar, sem landssjóður veitti fé til, kostuðu talsvert minna en tillagið nam. Þetta vona eg, að háttv. þm. taki til greina. Fátæk sveitafélög munar um, þó ekki séu hærri upphæðir en þetta, en landssjóð skiftir það litlu.

Eg hafði hér br.till., sem reyndar er lítið annað en orðabreyting, á þgskj. 429, viðvíkjandi vitaverkfræðingnum. Þar er farið fram á, að gera honum skylt að vera til verklegrar aðstoðar auk landstjórnar og héraðsstjórna einnig bæjarstjórnum eftir ákvæðum landstjórnar. — Háttv. framsögum. segir, að þetta sé meinlaus orðabreyting því að þessi skilningur hafi legið í ákvæðinu. En það er þó ekki að ástæðulausu, að þetta sé tegið upp. Svo stendur á, að sams konar ákvæði hefir áður staðið í fjárlögunum, en verið misbrákað, af því að það var ekki skýrt tekið fram, að bæjarstjórnir ættu að njóta aðstoðar verkfræðingsins. Verkfræðingur einn gerði í fyrra áætlun fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur og setti upp 3000 kr. fyrir vikið, Bæjarstjórninni þótti þetta of mikið, og skírskotaði til þess, að hann ætti að gera þetta fyrir ekki neitt, en vildi þó til samkomulags borga honum 1000 kr. Það þótti honum of lítið og höfðaði mál gegn bæjarstjórninni og veit eg ekki, hvort það er útkljáð enn. Þess vegna tel eg rétt að setja í tíma undir þennan leka til þess að fyrirbyggja slíkan misskilning framvegis. Annars eru þessir verkfraaðingar nokkuð dýrir á sér, ef þeir vinna upp á eigin spýtur.

Þá hef eg leyft mér að koma fram með br.till. á þgskj. 422, um vegabeetur í kjördæmi mínu. Eg veit, að viðvíkjandi ýmsum óskum, sem fram hafa komið um tillög úr landssjóði til sýsluvega, sem landssjóði ekki ber að kosta eftir vegalögunum, þá eru sumir svo strangir að segja, að landssjóði komi þeir ekki við. En það er svo um vegalögin, að þau eru ekki vel samin í fyrstu, en öll frumsmíð stendur til bóta. Eg skal geta þess, að það er engin flutningabraut í því kjördæmi, sem eg er þingmaður fyrir, og enginn almennilegur þjóðvegur heldur, því að eg tei ekki þjóðveg veginn frá Mývatni til Möðrudals. Þingið hefir sýnt það áður, að það einskorðar sig ekki svo mjög við bókstaf laganna, heldur lítur það meira á nauðsynina, enda hefir háttv. fjárlaganefnd tekið vel í tillögur mínar. Eg skal ekki skifta mér af br.till., sem aðrir hafa flutt fram, en þó skal eg leyfa mér að benda á það, að þar sem mælt hefir verið með fjárveitingu til sýslu- eða hreppsvegar í Reykjadal, þá virðist ekki nema sanngjarnt að veitt sé fé til Hvammstangavegarins, jafn nauðsynlega og þarflega hlutar og það er, að hann nái þjóðveginum. En hv. flutningsm. þeirra tillögu mun gera grein fyrir nauðsyn þess máls, svo að eg þarf ekki að fara út í þá sálma.