29.07.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (1465)

16. mál, beitutekja

Eiríkur Briem :

Jeg er hræddur um, að það sje rangur skilningur hjá háttv. þm. Barð. (H. K.), að netlagaákvæði veiðitilskipunarinnar komi aftur í gildi, ef brtt. hans verður samþykt. Með lögunum frá 1905 var þessu ákvæði breytt, en nú fer brtt. fram á að kippa einmitt netlagaákvæðinu í lögunum frá 1905 í burt, og virðist þá augljóst, að ákvæði veiðitilskipunarinnar geti ekki komið aftur í gildi í staðinn. Jeg vil leyfa mjer að bera það undir lögfræðinga deildarinnar, hvort þetta sje ekki rjett skoðun.

Forseti leitaði leyfis til afbrigða frá þingsköpum um brtt. 269, þar sem hún var of seint fram komin. Afbrigðin voru leyfð.